Velkomin!

Arnarnes

Arnarnes er landnámsjörð og gaf Hámundur Heljarskinn Erni frænda sínum Arnarnes, en hann bjó áður við Arnarfjörð. Hér var bænhús til forna og er Bænhúshóll vestan bæjar. Arnarnes var þingstaður frá 1824 til 1911.

Viðburðir á næstunni

Reiki/orkustöðvanámskeið

Reikinámskeið þar sem ég blanda saman fyrirlestrum og hreyfingu ásamt því að kenna fólki að virkja næmið sitt. Næsta námskeið  24 - 25 ágúst 

Staðsetning Heilsusetrið Þykkvabæ

 

Kennsla í Regndropa meðferð

Young living olíumeðferð þar sem níu kraftmiklar olíur eru bornar á fætur og bak. Góð meðferð til að laga bakverki og fleiri stoðkerfis vandamál.

Næsta námskeið áætlað þegar næg þáttaka næst 

Staðsetning Heilsuljós Eyglóar Arnarnesi.

 

Orkustöðvanámskeið

Sjö vikna orkustöðva vinna. Þátttakendur koma einu sinni í viku og eru í 2 tíma í senn. Á námskeiðinu verður fræðsla um orkustöðvar og virkni þeirra. Á milli tíma fá nemendur verkefni sem þeir eiga að vinna með.

Námskeiðið verður á miðvikudagskvöldum

næsta námskeið áætlað þegar næg þáttaka næst

Staðsetning Heilsuljós Eyglóar Arnarnesi.

 

Lífstíls breyting á 3 mánuðum.

Augngreining og í framhaldi af því heilsuráðgjöf.

Hefur þú áhuga á að breyta og bæta líf þitt? Verð með 3 mánaða prógram þar sem farið verður yfir hvernig þú getur lagað og bætt heilsu þína. Kennsla í matargerð, hreyfingu og heilsuráðgjöf.

Persónuleg ráðgjöf.  

 

Hafa Samband

Eygló Jóhannesdóttir
eyglojo@internet.is
Sími: 894-5358

Jósavin H. Arason

josavin@internet.is

Sími: 893-2962

HTML hit counter - Quick-counter.net