Lífstíll

Hefur þú gert þér grein fyrir því að þú ert yndisleg vera, og að það er aðeins til eitt eintak af þér. 

 

Heilsufar okkar fer fyrst og fremst eftir afstöðu okkar til tilverunnar. Síðan koma aðrir þættir eins og næring, hreyfing, hvíld, vinna umhverfi, mengun og s.frv.

 

Við erum það sem við borðuum

Við erum það sem við hugsum

Við erum það sem við trúum

Við erum það sem við sem við setjum frá okkur út í náttúruna.  

ATRIÐI TIL AÐ HAFA Í HUGA VARÐANDI MAT

1. Forðist að borða ef þið eruð í uppnámi, eða eftir mikla áreynslu.

2. Borðið einungis ef þið eruð svöng og hættið áður en þið verðið södd.

3. Borðið ekki of heitan eða of kaldan mat. Það getur skaðað ensímin sem eru

nauðsynleg fyrir niðurbrot fæðunnar.

4. Best er að drekka ekki með mat, það þynnir og skolar út meltingarsafann.

5. Að kynna sér rétta samsetningu fæðunnar er ekki tískufyrirbrigði heldur

vísindaleg, efnafræðileg staðreynd.

6. Forðist að borða unnar matvörur og skyndibitamat.

7. Veljið lífræna matvöru umfram annað, þær eru ræktaðar í heilbrigðum jarðvegi og eiga að vera án aukaefna og skordýraeiturs.

8. Forðist plastumbúðir, notið t.d. frekar glerflöskur undir drykkjarvatn. Plast bindst mat sérstaklega fitum.


THE BIG 7 (HÁ - gæða markmiðin)

1. Hreinn, heill matur

2. Hreyfing

3. Hvíld

4. Hreinleiki

5. Hvetjandi starf

6. Hið jákvæða lífsumhverfi

7. Hugurinn og ræktun andans


LÁG-GÆÐA FÆÐA / LQF - Low Quality Food

• Allir drykkir sem innhalda vínanda

• Reykingar - sígarettur og eiturlyf

• Drykkir sem innihalda koffín

• Kjöt og fiskur —rautt kjöt, kjúklingur, fiskur osfrv.

• Matur með aukaefnum

• Steiktur matur

• Hitaðar olíur og fitur

• Mjólkurafurðir—nema etv. örlítið af ósöltuðu ógerilsneyddu smjöri og hreinni lífrænni jógúrt

• Allur hvítur sykur og vörur með sykri í

• Gosdrykkir — t.d. kók, pepsí, sprite.

• Gervisykur

• Allar unnar korntegundir, hveiti, pasta, kex osfrv.

• Öll eiturlyf og önnur ónauðsynleg lyf úr apótekinu

MEDFERÐIR:

 

LIFRARHREINSIDRYKKUR frá Dr. Randolph Stone

3-4 msk. ólífuolía + 6-8 msk. nýkreistur sítrónusafi (1 á móti 2)

Engifersafi (best að fínrífa rót og kreista safann úr, þarf að eins nokkra dropa)

Grape- eða appelsínusafi til að bragðbæta olíuna

3 – 6 lauf af hvítlauk (marin í pressu)

Á eftir þessu er mjög gott að drekka 1 - 2 glös soðið volgt vatn með smá sítrónusafa í og/eða jurtate. Sérlega

er mælt með tei úr lakkrísrót, anís, fennel og fenugreek sem er sett í pott og látið krauma saman við lágan

hita og síðan má setja mintulauf í teið undir lokin eða fjólulauf. Látið standa smá stund til að kólna og drekkið svo á eftir hvítlauksolíunni.


ENGIFERBAKSTUR

Ferhyrndir gasklútar, nógu stórir til að hylja nýrnasvæðið á neðra baki (þar sem sveigjan kemur inn á bakinu). Afhýdd og rifin engiferrót (ca 1 bolli) sett á klútinn og rótin lögð að húðinni, bundið um með teigjubindi. Ef þú hefur einhvern til að hjálpa þér er auðveldast að beigja sig fram og fá að stoðarmannin til að leggja baksturinn á bakið þitt. Gott að setja handklæði (helst dökkt) og plast undir sig í rúmið og sofa með baksturinn. Notaðu náttföt sem þér er ekki mjög annt um þar sem vökvinn getur gert bletti í föt. Baksturinn getur hitnað en ekki hafa áhyggjur, hann brennir þig ekki; ágætt er að liggja þá ekki mikið á bakinu til að lofta um baksturinn. Taktu hann af morguninn eftir áður en þú ferð í sturtu.


EPSOM SALT BAÐ

Blandaðu 4 msk. af góðri olífu olíu í 1 bolla af Epsom salti. Stattu í baðkarinu og nuddaðu saltinu á allan kroppinn. Þetta fjarlægir dautt skinn og húðin verður mjúk. Láttu heitt vatn renna í baðið og blandaðu saltinu saman við ásamt 1 bolla af eplaediki. Liggðu í baðinu í a.m.k. hálftíma og bættu sífellt heitu vatni í. Settu kaldan þvottapoka á ennið ef þér er of heitt. Epsom saltið dregur óhreinindi úr líkamanum og næri hann á magnesíum. Ljúktu baðinu með köldum úða. Síðan er ágætt að skríða undir sæng eða inní teppi og láta húðina svitna. Samtímis er gott að drekka svitaörvandi te eins og vallhumal, salvíu eða mintu.


LAXEROLÍUBAKSTUR (Castor Oil Pack)

Laxerolíubakstrar hjálpar m.a. ristilskoli við hreinsun þar sem olían fer í gegnum húðina inní sogæðakerfið. Olían mýkir, róar, nærir og kemur jafnvægi á ósjálfráða taugakerfið (eða dultaugakerfi/ sympatíska og parasymatíska hluta þess) þegar hún frásogast úr smáþörmum í sogæðakerfið. Hún ryður úr vegi fyrirstöðum og spennu og smátt og smátt hjálpar olían við að losa fyrirstöður í ristilpokum. Dr. Cristopher segir einnig “að laxerolía stuðli að því að losa um harðnað slím í líkamanum, sem getur birsts sem blöðrur, æxli eða separ”. Margir þráskallast við að taka laxerolíu bakstra af ótta við olíusubb. En þegar þeir láta undan og prófa hann eru þeir marglaunaðir af árangrinum og óska að þeir hefðu gert hann fyrr.

 

Aðferð:

1. Leggið ólitaðann bómullarklút ofan á innkaupaplastpoka í sléttu íláti.

2. Hellið laxerolíu á klútinn þannig að hann sé olíuvættur (það má rugga klútinum fram og til baka til að jafna

olíunni út).

3. Leggið annan bómullarklút sem vættur er með volgu vatni yfir olíuklútinn.

4. Leggið annað lag af plasti eða plastpoka yfir allt saman.

5. Takið allann pakkann nema neðsta plastið og leggið olíuklútinn við kviðinn. Gætið þess að undirlag sé

varið með handklæði eða plasti og handklæði svo olía smiti ekki ef hún lekur úr bakstrinum.

6. Leggið heitan hitapoka (ekki of fullann) eða hitamottu við baksturinn og vefjið handklæði um allt saman til að halda hitanum og bakstrinum á sínum stað.

7. Njótið þessa róandi og sefandi baksturs í eina og hálfa klukkustund. Leggið pakkann aftur á upphaflega

plastið, rúllið saman og geymið til næsta dags, endurtakið laxerolíubaksturinn í 3 daga, varist að setja of

mikla olíu í klútinn.

8. Næstu þrjá daga er olífuolíu nuddað á kviðinn þar sem baksturinn var.

9. Þvoið klútana og hengið þá til þerris útivið til að hreinsa þá í sól og fersku lofti.

9. Hvílið 7. daginn og endurtakið síðan ferlið aftur.

Tryggðu að þú hafir skapað þér aðstæður til að geta notið laxerolíu-bakstursins. Þú getur lesið, skrifað, hvílst, hugleitt, horft á sjónvarp eða jafnvel farið að sofa. 

Mikilvægi húðburstunar

Húðin er stærsta líffæri líkamans. Í austurlenskri læknisfræði er hún tengd lungum og ristli og er mikið hreinsilíffæri ef hún starfar eðlilega. Á Vesturlöndum hefur húðin verið kölluð þriðja nýrað, því efnasamsetningin í svita og þvagi er afar lík.


Þrátt fyrir mikilvægi húðarinnar meðhöndlum við hana mjög illa. Við berum á hana alls konar efni til að hindra að svitinn komist út og efni sem við teljum okkur trú um að láti húðina líta betur út, en hugsum sjaldan út í það hvaða áhrif þessi efni hafi á líkamann til lengdar. Í gömlum náttúrulæknisfræðiritum segir að ekki skuli setja neitt á húðina sem ekki er hægt að borða. Öll efni sem sett eru á húðina fara í gegnum hana á örskömmum tíma og inn í líffærakerfi líkamans, sem þarf síðan að vinna úr þeim efnum til að hreinsa sig. Það bæði eykur álag á líkamann og veikir hann, sem aftur leiðir til þess að hann er varnarlausari gagnvart sjúkdómum.

Þurrburstun húðar

Til að auka hreinsigetu húðarinnar og starfsemi hennar er gott að bursta hana einu sinni til tvisvar á dag með bursta með náttúrulegum hárum. Best er að bursta húðina með hringlaga hreyfingum frá fingurgómum að nafla og síðan frá tám upp að nafla. Húðina á að bursta þurra og bursta þar til hún roðnar. Andlitið má bursta með sérstökum mjúkum bursta með léttum hringlaga hreyfingum. Best er að gera þetta fyrst á morgnana, en einnig er gott að bursta áður en farið er að sofa á kvöldin. Með burstum hreinsum við í burtu dauðar húðfrumur, en við það fara einnig í burtu ýmis úrgangsefni og svitakirtlarnir haldast því betur opnir. Um leið og húðin hitnar og roðnar fáum við betra blóðflæði um hana. Þegar blóðflæði til húðarinnar eykst kemur blóðflæði til annarra líffæra undir húðinni einnig til með að aukast, sem þýðir einfaldlega að meira súrefni berst til þeirra og hjálpar þeim að verða hreinni og sterkari. Gott er að vita að þegar líkaminn er að myndast koma þær frumur sem mynda húðina frá sömu frumum og mynda taugar líkamans. Þess vegna hefur burstun húðarinnar góð áhrif á öll taugaboð í líkamanum. Húðburstun bætir mjög litarhátt húðarinnar og eykur fljótt almenna vellíðan.

Með burstun eykst starfsemin í eitlabrautum líkamans. Eitlar og eitlabrautir líkamans eru nokkurs konar skólplagnir hans. Með burstuninni eiga óhreinindin sem þar eru auðveldar með að tæmast inn í stærri eitlana og skiljast út úr líkamanum eftir eðlilegum leiðum.

Eftir burstun er líka sérlega gott fyrir starfsemi eitla og eitlabrauta líkamans að nudda líkamann með lífrænni kókosolíu. Hún virkar þá sem nokkurs konar smurningur inn á eitlabrautirnar, óhreinindin berast hraðar og betur eftir þeim og við losnum þannig fyrr við þau úr líkamanum. Best er að bíða í 5 mínútur með olíuna á líkamanum og nudda hana síðan af með þurru, helst hvítu þvottastykki. Væntanlega eiga óhreinindin sem koma úr svitaholunum eftir að koma þér á óvart. Eftir að búið er að þurrnudda olíuna af húðinni er hægt að fara í sturtu.

Heimildir: CANDIDA SVEPPASÝKING - sjá http://www.salka.is/

 

Hafa Samband

Eygló Jóhannesdóttir
eyglojo@internet.is
Sími: 894-5358

Jósavin H. Arason

josavin@internet.is

Sími: 893-2962

HTML hit counter - Quick-counter.net