Döðlubaka með ávöxtum fyrir 8

Botn:

500 gr þurrkaðar döðlur

vatn sem nægir til að fljóta yfir döðlurnar

1/2 dl fljótandi kókosolía

1 stór, þroskaður banani eða 2 litlir

2 msk. hunang eða agave síróp

1 1/2 dl tröllahafrar eða hafrablanda (frá Rapunzel)

 

Ofan á:

Ávextir að eigin vali brytjaðir niður í munnbita

50 g grófsaxaðar hnetur að eigin vali

Grófar kókosflögur

Sollusúkkulaði

1 dl. kakó

1 dl fljótandi kókosolía

½ dl agace síróp

1-3 dropar af t.d. piparmyntuolíu

Leggið döðlur í bleyti í vatni í í 15 – 30 mín. og sigtið svo vatnið frá.

Setjið döðlurnar í matvinnsluvél og maukið vel ásamt kókosolíu, banana, sætuefni og tröllahöfrum.

Setjið maukið í 20x30 sm.form.
Raðið ávöxtum, hnetum og kókosflögum ofan á. Hellið súkkulaðinu jafnt yfir. Kælið eða frystið.

Sítrónusafi í vatni (lifrarstyrkjandi drykkur)

1/4 fersk sítróna kreist í glas af vatni


Gott er að taka sítrónusafa í vatn strax og maður vaknar á morgnana til að gera líkamann meira basiskan
og örva lifrina og meltinguna.

Eplaedik / Apple Cider Vinegar Drink

1 tsk epla edik
1 tsk hunang
1 bolli heitt vatn
Blandað saman og drukkið við rismál.

Hvítkál

Hvítkál er ódýrt og hollt íslenskt grænmeti. (þegar það fæst)  Hægt er að borða það ferskt eða sýra það með einföldum hætti.
Gott að skera hvítkál í stóra skál (eða bland af hvítkáli og rauðkáli) og setja sítrónusafa og olífuolíu á kálið, saltað og piprað með svörtum pipar eftir smekk. Þetta geymist í marga daga í ísskáp. Hægt er að brytja ferska tómata eða avókadó úta salatið við neyslu eða hafa góðar olífur með því. Hvítkál er gott fyrir þarmaflóruna, gott er því að neyta um 1 dl. eða meira daglega.

Möndlumjólk

1/2 bolli möndlur (sem legið hafa í bleyti, vatninu hellt af)

1- 2 bollum af hreinu vatni.

 

Til að fá alvöru mjólk er gott að sigta möndlumjólkina,

hratið tekið frá en það má nota í aðra rétti eins og eftirrétti eða möndlukæfu).

Ef maður vill hafa mjólkina þykkari notar maður minna vatn.

Til að fá sæta mjólk má setja 1-2 döðlur eða rúsínur í blönduna.

Bragðefni: t.d. hrein vanilla eða kjarnaolía (peppemint, orange)

Sesamfræmjólk

1/2 bolli sesamfræ (sem legið hafa í bleyti, vatninu hellt af)

2 bollar kalt vatn


Setja i blandara og blanda 2-3 min. Sigta siðan mjólkin, setja má fræin aftur í blandarann með meira vatni og sigta aftur. Þú getur lika notað sólblómafræ eða blöndu af fræjum.

Fræhristingur

2-3 dl möndlumjólk eða sesamfræmjólk

1 banani eða ½ banani og ½ avocado

bláber (eða önnur ber og ávextir)

2 – 4 döðlur (gott er að eiga alltaf döðlur í bleyti í ísskápnum)

kókosolía eða kókosflögur

 

Má þykkja með hörfræjum (gott að mala og setja saman við) eða setja þau heil út í drykkinn í lok blöndunar og mixa smá stund.

Grænn Hristingur

2 dl kallt vatn

100 g blanda af salati/salat blöð (eða eitthvað grænt blaðgrænmeti)

1 epli

1 banani


Setjið fyrst vatn og salat blöð i blandarann og blandið þar til allt salatið er komið í mauk. Setjið siðan epli og

banana (avokadó) ofaní og blandið þar til blandan er jöfn og mjúk!

Grænn Hristingur 2

2 dl kallt vatn/kornsafi

100 g grænkál og arfi eða annað grænt

smá söl

1 epli

1 lítið avokadó

Gott te í skammdeginu: Fjalla Halla

1 ltr vatn

2 tsk kanill

5 negulnaglar

15 gr fjallagrös

1 tsk hunang

1/2 msk soyjamjólk.

 

Láta suðu koma upp á vatni, kanil, negul og grösum. Láta standa í 3 mínútur, sigta og hella Höllu í bolla með hunangi og mjólk. 

Jarðaberjaís

400 ml kókosmjólk (1 dós) (hægt að nota möndlumjólk í staðin fyrir kókosmjólk)

½ dl agavesýróp

500g frosin jarðaber

 

Takið jarðaberin út úr frystinum og látið standa á borðinu í 15 mín svo þau þiðni, setjið kókosmjólk + agave og ¼ af jarðaberjunum í blandarann og blandið vel saman, setjið restina af jarðaberjunum útí, best að setja bara nokkur í einu og blandið vel, sett í form, t.d. muffinsform og inn í frysti. Berið fram með mangó og súkkulaðisósu.

Mangósósa

200g frosið mango
½ dl agavesýróp
smá himalaya salt (bara nokkur korn)


Takið mangóið út úr frystinum og látið næstum því þiðna, setjið það síðan í blandara eða matvinnsluvél með agavesýrópinu og blandið vel saman, eða þar til þetta er orðið silkimjúkt og kekklaust.

Súkkulaðisósa

1 dl hreint kakóduft

1 dl kaldpressuð kókosolía
½ dl agavesýróp
½ tsk vanilluduft

 

Allt sett í skál og hrært saman

Uppáhalds súkkulaðikakan mín

Botninn:

100g kókosmjöl

100g möndlur

30g lífrænt kakóduft

250g döðlur, lagðar í bleyti í 10 mín

nokkur himalaya salt korn

 

Millilag:

2 bananar í þunnum sneiðum


Fylling:

3 dl kasjúhnetur lagðar í bleyti í 2 klst

1 ½ dl agavesýróp

3/4 dl kaldpressuð lífræn kókosolía

3-4 msk lífrænt kakóduft

1 tsk vanilluduft/dropar

smá himalayasalt


Botninn:

Allt sett í matvinnsluvélina, látið vélina ganga þar til döðlurnar hafa blandast vel inn í kókosmjölið og möndlurnar og allt klístrast saman. Þjappið deiginu í form, hægt er að nota eitt stór hringlaga form eða mörg muffinform, t.d. silkikonform.


Millilag:

Raðið bönununum oná botninn. Sett inn í frysti á meðan fyllingin er búin til.

 

Fylling:

Blandið saman hnetum, agavesýrópi og kókosolíu (látið heitt vatn renna á kókosolíukrukkuna svo hún verði fljótandi eða látið hana standa í skál með um 45°C heitu vatni í smá stund) þar til það er orðið silkimjúkt. Bætið þá restinni af uppskriftinni útí og blandið mjög vel saman. Hellið fyllingunni í botninn/botnana og látið inn í frysti.

Vanillu ís

150 gr hvítt möndlusmjör (eða þykk möndlumjólk) 

200 gr cashew hnetur 

600 ml vatn 

¼ b acaci hunang eða meira 

½ tsksalt ¼ tsk vanillu duft 

 

Blandið öllu saman í vítamix nema cashew hnetum, setjið þær síðast út í.Kælið blönduna í ½ t til 1 klst og setjið síðan í ísvél

eða setjið í frysti og hrærið í á klukkutíma fresti þar til blandan er orðin frosin 

 

Súkkulaði flögur í ísinn ½ b.hrátt kakó½ b. agave nectar½ b. kókóssmjör (brætt við lágan hita)

Blandið agave og kókóssmjöri saman í vitamix og setjið síðan kakó út í. 

Hellið í form eða á lok af whole earthbound salati, þunnt lag. Ef þið hafið hitað kókósfituna of mikið þá verður súkkulaðið seigt og ekki hægt að brjóta eins og venjulega súkkulaði plötu. Setjið í frystir. 

Grænn drykkur

1 lúka af spínati eða grænkáli eða hvaða grænu grænmeti sem þú átt 

1 epli

safi úr 1/2 sítrónu

1 bolli vatn 

 

Allt sett í blandara og blandað saman, ofsalega holt og gott.

Ath má setja meira vatn ef þú vilt.

Avocado & limekaka

Botn:

1 ½ bolli kókosmjöl

1 ½ bolli furuhnetur/möndlur eða fræblöndu með.

½ tsk salt

½ bolli döðlur sem hafa legið í bleyti í korter

Pínu cayenne pipar

 

Aðferð: Setjið allt nema döðlurnar í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Bæti ðsíðan döðlunum saman við.

Þjappið inn í kökumót

 

Fylling:

2 avocado, vel þroskuð

¾ bolli agave nektar

¼ bolli limesafi (eða sítrónu)

Aðferð: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið samanþar til silkimjúkt.

Hellt yfir botninn og skreytt með t.d. kiwisneiðum

Sollusúkkulaði múslíkúlur

2 dl. kakó

2 dl fljótandi kókosolía

1 dl agave

3 - 5  dl múslí (lífrænt)

 

Ef vill þá eitthvað af eftirfarandi:

1 dl rúsínur

1 dl kókosflögur

1 dl helsihnetur

1 dl gojiber

 

Aðferð:

1. blandið olíu, agave og kakó saman í stórri glerskál. Ef þið viljið er gott að setja nokkra dropa af piparmyntu út í á meðan þetta er í fljótanid formi.

2. Bætið múslíinu út í, magnið fer eftir því hvað þið viljið hafa ríkjandi bragð, múslí eða súkkulaði.

3.  Setjið restina af bragðaukanum út í.

4.  Setjið í form og kælið eða frystið. Þetta þarf alltaf að geyma í kæli eða frosti!

þessi uppskrift er allverg hrikalega góð þegar mann langar í eitthvað gott og sætt 

Hóstasaft

1/2 bolli Blóðberg (þurrkað og klippt niður)
ef þú átt þurrkuð fræ af Hvönn er ekki verra að hafa það með
5 Negulnaglar, eða ég setti 1 tsk. af neguldufti
1 st Kanilstöng
1 tsk. rifinn Engifer
2 bollar vatn
þetta er soðið við vægan hita í 20 -  30 mín
Síðan sía  hratið frá
1 bolli af góðu Hunangi sett saman við vatnið meðan það er heitt
Sett í krukku og tekið inn eftir þörfum

Búin að prófa þetta á heimilisfólkinu og það hefur haft mjög góð áhrif

Hafa Samband

Eygló Jóhannesdóttir
eyglojo@internet.is
Sími: 894-5358

Jósavin H. Arason

josavin@internet.is

Sími: 893-2962

HTML hit counter - Quick-counter.net